Fæðingarpartý

Í vor verða 7 ár síðan ég fæddi mitt fyrsta inn í þennan heim. Hann er fæddur á fæðingardeild landspítalans og ég get svosem ekki yfir neinu kvartað í sambandi við fæðingarupplifunina sem slíka... Hann fæddist áfallalaust og við fórum heim hálfum sólarhring seinna.

Þegar ég var svo ólétt í annað sinn ákvað ég að gera þetta öðruvísi. Ég ákvað að fæða eins og mér hentaði, á minn hátt. Ég fór í þær mæðraskoðanir sem mér hentaði og talaði við ljósmóður sem ég valdi mér sjálf.

Þegar kom að fæðingunni ákvað ég að fæða heima, í vatni og án kemískra deyfinga. Það að ég hafi valið að gera þetta svona þýðir ekki að ég dæmi nokkra konu fyrir að velja það að fæða á sjúkrahúsi, eða fyrir að velja að notast við deyfingar í fæðingunni. Það bara hentaði mér ekki og því ákvað ég að velja aðra leið.

Ég er almennt litin hornauga þegar fólk heyrir hvernig ég ákvað að fæða dótur mína og ekki verða viðbrögðin minni þegar ég segi þeim að hún hafi verið í einhver tæp 3 ár á brjósti. Það er eins og að fyrst ég fæddi heima, í vatni, deyfingarlaust, hafi átt langa og farsæla brjóstagjöf, hafi borið barnið mitt um í sjali frekar en í barnavagni og að þau sofi upp í hjá mér eins og þeim henti, að þá hljóti ég að vera algjörlega á móti því að einhver hugsi öðruvísi en ég.

Það kemur mér ekki við ef konur velja stutta brjóstagjöf, eða hreinlega geta ekki haft börnin lengur á brjósti (hvaða ástæður sem liggja þar að baki), eða vilja keisaraskurði eða hvað sem þeim dettur í hug.

Ef ég fæ að eignast fleiri börn mun ég svo sannarlega fæða aftur heima. Í þetta sinn mun ég bjóða þeim sem vilja að koma í fæðingarpartý. Vera með mér í fæðingunni, elda fyrir mig góðan mat til að borða þegar henni er lokið, setja í þvottavél fyrir mig svo ég eigi hrein föt eftir fæðinguna og henda því sem óhreinkast í fæðingunni sjálfri í vél.
Vúhú fæðingarpartý... hver vill koma?

þessi færsla er skrifuð eftir að ég las þessa leiðinda grein. http://www.visir.is/deyfingar-fyrir-aumingja/article/2007108280038


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Pilja

jeij......ég mæti sæta hippakellan mín og ég skal hjálpa þér að matreiða fylgjuna eða eitthvað hahahaha

Lilja Pilja, 23.11.2010 kl. 22:36

2 Smámynd: Lilja Pilja

og ég er sammála þér eins og svo oft áður.........ég er hætt að eignast börn þannig að það er lokað mitt partý en myndi sko mæta í þitt partý og vera þér innan handar þegar þú kemru með næsta.......hvernig gengur svo með fiðringinn?

Lilja Pilja, 23.11.2010 kl. 22:38

3 identicon

Ég er greinilega ekki nógu vel að mér í fæðingarmenningunni, því ég hafði ekki hugmynd um neitt af þessu sem stóð í þessari grein sem þú vitnaðir í.

En ég hlakka til að mæta í fæðingarpartý! Ég skal búa til rísottó handa þér, úr alvöru hvítvíni, ekki matvinnsluhvítvíni!

Lára litla sys (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 23:04

4 Smámynd: Harpa Magnúsdóttir

Lára, láttana frekar drekka hvítvínið en að bruðla með það í risottóið. svo getur hún bara alveg borðað kúskús! :)

En ég held ég ræði þessa grein ekkert meir.... 'hrumfh*

Harpa Magnúsdóttir, 24.11.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Jóna Heimisdóttir

Höfundur

Anna Jóna Heimisdóttir
Anna Jóna Heimisdóttir
stjórnmála- og kynjafræðinemi.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband