4.11.2010 | 22:47
ok, tvennt
þetta ættu að vera tvær færslur, en þar sem ég er svo fjölhæf er ég að hugsa um tvennt í einu.
Í fyrsta lagi, þá fékk Högni endurskinsmerki með sér heim úr skólanum. Allt gott og blessað með það, ef þetta væru ekki Arionbanka endurskinsmerki, í Arionbankaumbúðum merktum Arionbanka.
Hann er í fyrsta bekk.
Jú það fylgdi bæklingur með, frá skátahreyfingunni... Með sömu áróðursmynd og auglýsingar Arionbanka.
Er það bara ég eða þykir fleirum siðlaust að nota börn í fyrsta bekk í svona auglýsingaáróður?
Hitt...
Ég hef lengi velt fyrir mér málinu með Sveppa og Villa og Góa? Þeir eru fertugir menn. Sem þykjast og segjast vera sex ára, eiga sex ára vini og fertugar mæður, en eru samt sem áður þeir sjálfir... Sem er fertugir menn...
Hversu weird og creepy er það?
Um bloggið
Anna Jóna Heimisdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott og vel að fá endurskinsmerki svo krakkarnir sjáist í myrkri....en FÁRÁNLEGT að hafa einhver fyrirtækjalógó og rugl á þessu....og svarið við siðlaust yður ei = Klárlega siðlaust/vitlaust/fáránlegt/út í hött að nota litla krakka í svona. Verð bara pirruð að lesa svona, en lokaritgerðin mín í skólanum í "fornöld" var einmitt um hvort það væri siðferðislega rétt að notfæra sér börn í auglýsingum ohhhh væri til í að bæta við kafla í hana núna :S
Sella (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 23:40
Alltaf?........hahahahah
já sammála þér í öllu og einu........kommenta meira næst en þú ert æði og ég skal kommenta alltaf...........ALLTAF
LiljaPilja (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 23:52
Já, *elsk*
Harpa Magnúsdóttir, 5.11.2010 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.