Of sein

Ég var að tala við myndarlegan mann í alla nótt. Hann var vel máli farinn og skemmtilegur. Hann reytti af sér brandarana og var ógurlega alúðlegur í alla staði. Hann spurði mig hvort ég vildi giftast honum og taldi upp alla kosti sína í belg og biðu. Ég man að hann sagðist alltaf elda og þrífa og þætti gaman að passa börn á meðan konan væri á barnum.

Mér leist auðvitað alveg ljómandi vel á þessar tillögur hans og sagði honum að áður en ég myndi giftast honum þyrfti hann að vakna og taka krakkana til í skólann. Smyrja nesti, finna föt, greiða hár, bursta tennur og þetta allt. Hann var meira en til í það.

Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar og pakkaði mér enn betur inn í sængina og beið eftir því að fá morgunkoss og heyra orðin "sofðu bara áfram ástin mín, ég skal sjá um krakkana"... Því miður heyrði ég bara suðið í símanum og eftir að hafa ýtt fjórum sinnum á snooze þurftum við að stökkva á fætur og drífa okkur meira en góðu hófi gegndi til að drengurinn kæmi nú á réttum tíma í skólann.

Ég vil því hér með vara alla kvenþjóðina við. Ef Lujack úr Guiding Light lofar ykkur öllu fögru... Þá er ykkur að öllum líkindum að dreyma.

*andvarp*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góð! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 09:37

2 identicon

lem kauða....

Þórir Karl Celin (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 09:50

3 identicon

Það sem hræðir mig mest er að þú þekkir persónu i Guiding light með nafni....

Lára litla sys (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:15

4 identicon

vertu bara fegin að dreyma ekki það sama og mig :o Fjölskyldu drama og drastíska hluti more than less.  Enn sko.... ég held að ég viti hver LuJack er.... hvað segir það um mig!

Harpa (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 16:43

5 identicon

hohohoho...........æði að þú sért farin að blogga stelpa og ég mun fylgjast með þér ofcourse (verður þá sú eina sem ég fylgist með hahaha)

LiljaPilja (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Jóna Heimisdóttir

Höfundur

Anna Jóna Heimisdóttir
Anna Jóna Heimisdóttir
stjórnmála- og kynjafræðinemi.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband