27.10.2010 | 18:33
AJ á barnum
Ég sat að sumbli, einu sinni sem oftar, við barinn á Prikinu. Eins og gengur þegar kona þjórar bjóra í góðum félagsskap þurfti ég að nota snyrtinguna. Ég slagaði upp tröppurnar og sá að snyrtingin var upptekin svo ég tók mér stöðu upp við vegginn og beið.
Þá kom upp að mér stúlka sem heilsaði mér. Ég þekkti hana ekki strax en hún kynnti sig og þá mundi ég að við höfðum setið saman í hússtjórnarskólanum í Reykjavík hér um árið.
Við fórum að spjalla, svona small-talk bara, "hvað ert þú að gera?" "hvað er að frétta" og þetta venjulega. Hún er í þjóðfræði og einhleyp. Sjálf hef ég tekið eina önn í klæðskeranámi við IR, klárað stúdentspróf, tekið fjölmargar einingar í finnsku við HÍ, einn vetur í kennslufræðum, annan vetur í grasalækninganámi í Danmörku, unnið á börum og kaffihúsum, skipulagt borgarafundi og svo nú síðast lært stjórnmála-og kynjafræði.
Svo á ég tvö börn og er tvískilin...
Grey stúlkan vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, starði á mig opinmynnt og stamaði "jahá"
Til allrar hamingju opnaðist hurðin á snyrtingunni rétt í þann mund sem þögnin fór að verða vandræðaleg svo ég gat stokkið inn.
Þegar ég svo var búin að pissa kastaði ég á hana stuttri kveðju, stökk aftur niður á barinn og drekkti sorgum mínum enn frekar...
Um bloggið
Anna Jóna Heimisdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, svona er að vera svona andskoti athafnasöm!!!!
þórir karl celin (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 22:18
tvískilin?.......
LiljaPilja (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.