25.10.2010 | 20:30
Búkonu-leg?
Ég hef nú þegar uppgötvað fimm búkonuhár. Tvö eru á hálsinum og hin þrjú á hökunni. Eitt undir hvorum kjálka og eitt beint niður úr miðri hökunni.
Ég plokka þau alltaf, því einhverra hluta vegna fara þau í taugarnar á mér. Ég á það samt til að gleyma því að fjarlægja þessi hræðilegu útlitslýti (aðallega samt vegna þess að ég sé þau ekki nema með miklum æfingum) og þá finn ég þau iðulega þegar ég er að gera eitthvað ógurlega merkilegt, þar sem búkonuhár eru einkar óviðeigandi.
Þegar ég hef einu sinni fundið eitt þessara fimm hára verður ekki aftur snúið. Þá hugsa ég tæplega um annað þar til hárið hefur verið fjarlægt. Ég var einu sinni alltaf með plokkara í vasanum, en eftir að hafa oftar en góðu hófi gegnir stungið oddinum á honum undir fingurneglurnar þegar ég stakk höndunum í vasann, ákvað ég að það væri ekki gott moove. Fyrir utan það að ég hefði þurft að hafa plokkara í hverri yfirhöfn og hverju veski. Það væri dýrt sport fyrir fimm hálf-ósýnileg hár sem þarf að plokka hálfsmánaðarlega.
En vegna þessara plokkara vandkvæða á ég það til að uppgötva þessi óvelkomnu hár akkúrat þegar ég er hvað lengst frá viðeigandi verkfæri til verksins. Ég t.d. hef þann leiða ávana að leita að hárum með fingurgómunum á þeim stöðum sem ég býst við þeim rétt áður en ég á að stíga í pontu og halda fyrirlestur, eða taka viðtal við einhverja merkilega manneskju.
Já eða hitta tengdafjölskyldu í fyrsta sinn.
Oh ég var bókað með ÖLL FIMM búkonuhárin öll þau skipti sem ég hitti nýja tengdaforeldra..
Ætli það sé þess vegna sem þeim er svo illa við mig?
Já og ég komst að því í dag að Högni kann að brjóta origami bolla! Og Elfur kann alla stafina... Ég hef enn ekki náð að læra margföldunartöfluna sjálf. Þau eru strax komin frammúr mér
Um bloggið
Anna Jóna Heimisdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kann ekki stafrófið og ég veit ekki hvað origami bolli er.
Ég fæ líka stundum svona búkonuhár, sem ég kalla samt búkolluhár, eins og ,,taktu hár úr hala mínum" - ég er viss um að það hafi verið þannig hár.
P.s. ég er að digga bloggið!
Lára litla sys (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 21:46
hahahaha... búkonan mætt á svæðið!
thorir celin (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.